Kaupa bindingu

Efnisyfirlit

  1. Hvers vegna kaupa Skógarkolefniseiningar?
  2. Einingar í bið og fullgildar einingar
  3. Hvernig á að kaupa?
  4. Hvar fæst binding?
  5. Umsagnir

Skógarkolefniseiningar

Með því að kaupa Skógarkolefniseiningar úr skógræktarverkefni getur fyrirtæki:

  • lagt mikið af mörkum til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum
  • talið fram Skógarkolefniseiningar á móti losun sinni
  • valið skógræktarverkefni sem hafa aukinn ávinning fyrir samfélag og náttúru

Skógarkolefniseining er tonn af kolefni (CO2) sem bundið hefur verið á vottuðu skógræktarsvæði. Með óháðri vottun er staðfest að skógurinn sé til og bindinguna megi telja fram á móti losun.

Skógarkolefni inniheldur reglur og skilyrði sem segja til um hvernig skal rækta nýjan skóg á Íslandi og framleiða þannig vottaðar Skógarkolefniseiningar. Skógarkolefniseiningar eru mælanlegar stærðir koltvísýrings sem binst úr andrúmsloftinu með vexti trjánna. Með Skógarkolefni myndast einstakt tækifæri á að mynda eign og ráðstöfunarrétt á kolefnisbindingu.

Skógarkolefniseining í bið er í raun loforð um að Skógarkolefniseining verði búin til á tilteknu tímabili miðað við spá um vöxt skógarins. Skógarkolefniseiningu má ekki telja fram á móti losun fyrr en hún hefur verið vottuð hins vegar auðveldar hún kaupandanum að skipuleggja bindingu á móti framtíðarlosun. Verkefni undir Skógarkolefni er vottað þegar gróðursetningu er lokið og á þá fyrst verða til Skógarkolefniseiningu.

Ávinningur fyrir reksturinn

Skógarkolefni stuðlar að því að til verði vottaðar Skógarkolefniseiningar sem gengið geta kaupum og sölum meðal þeirra sem vilja á hagkvæman hátt draga úr áhrifum starfsemi sinnar á loftslag jarðar og binda kolefnið sem losað er.

Ábyrgir stjórnendur vilja eingöngu kaupa einingar úr bindingarverkefnum ef þeir geta treyst því að skógurinn sé rétt hirtur og muni örugglega binda það kolefni sem lofað er. Vottun með Skógarkolefni uppfyllir þær kröfur enda er hún byggð á vísindalegum mælingum. Viðurkenndur gagnagrunnur tryggir að skráð séu kaup, eign og notkun eininga.

Með því að fjármagna Skógarkolefnisskóga sýnir fyrirtæki samfélagsábyrgð og byggir sér upp jákvæða ímynd. Skógar auka loftgæði, vernda búsvæði villtra dýra, skapa timburauðlind og útivistarmöguleika fyrir almenning. Á vissum svæðum draga þeir úr flóðum og tryggja gæði vatns. Þá eru skógar líka vettvangur fyrir samfélagsþátttöku og sjálfboðastarf, menntun og þróun.

Nánar í kaflanum Hvers vegna kaupa Skógarkolefniseiningar?