Áhættumatið er skoðað við staðfestingu verkefna. Í hvert skipti sem sannprófun verkefnisins fer fram er athugað hvort ráðstafanir til að draga úr áhættu eru fyrir hendi og gengið úr skugga um að áhættumatið hafi verið uppfært. Ef tap verður á kolefnisforða eða neikvæð frávik frá kolefnisspánni koma fram eru skýrslur um það skoðaðar og frávikið mælt við næstu sannprófun.
Nánar um öryggi og varanleika
1. Hvað er varanleiki?
2. Hirt um skóga til að lágmarka tap
3. Lágmarka áhættu til að lágmarka tap
4. Tryggingareiningar í Skógarkolefni
4.1 Tilgangur
4.2 Framlag í sjóð tryggingareininga
4.3 Tap
4.4 Bakslag
4.5 Fjölgun tryggingareininga
4.6 Við lok verkefnistíma
5. Lagaleg atriði til að tryggja varanleika
6. Framtíðarþróun
Varanleiki þýðir að binding koltvísýrings úr lofti sé varanleg og kolefnið losni ekki aftur í framtíðinni. Ekki er hægt að útiloka að skógar í kolefnisverkefnum fari að tapa kolefni og allir skógar taka að hrörna ef þeir endurnýjast ekki. Því þurfa að vera ákvæði sem tryggja viðhald og endurnýjun skóga, eða góðursetningu á nýjum svæðum, taki skógar að rýrna og losa meira kolefni en þeir binda.
Skógar binda kolefni úr andrúmsloftinu en geta einnig tapað kolefni, annað hvort af náttúrulegum orsökum (vegna meindýra og sjúkdóma, óvenjulegs veðurs eða elds) eða vegna nýtingar (felling án endurnýjunar). Verkefnastjórar þurfa að kappkosta að sá kolefnisforði sem sagt er að sé í skóginum varðveitist allan verkefnistímann og áfram að honum loknum.
Hér að neðan eru tilgreindar þær ráðstafanir sem ráðist er í til að lágmarka hættuna á tapi. Lýst er hvernig brugðist er við ef óhjákvæmilegt tap á sér stað. Ef um er að ræða tap sem hægt væri að komast hjá (t.d. ef landeigandi/verkefnisstjóri fylgir ekki stjórnunaráætluninni sem sett er fram í verkefnislýsingu) er hægt að bregðast við með fulltingi laga og samninga.
Í verkefnum sem eru staðfest/sannprófuð samkvæmt Skógarkolefni má annast skóginn á mismunandi hátt, þ.m.t. með viðarnýtingu og endurnýjun. Í verkefnislýsingu þurfa langtímafyrirætlanir stjórnenda verkefnisins að koma skýrt fram og vera í samræmi við kolefnisútreikninga verkefnisins. Þessar fyrirætlanir þurfa að miðast við samsetningu skógarins og staðhætti.
Óháð því hvert fyrirkomulagið er við umhirðu og nýtingu skógarins, skal kolefnisbindingin sem stefnt er að með verkefninu miðast við reiknað langtímameðaltal kolefnisforðans sem safnast upp vegna verkefnisins, að teknu tilliti til samsetningar skógarins og umhirðu hans. Nýting skógarins skal fara fram í samræmi við fyrirætlanir í verkefnislýsingu; endurnýjun skógarins skal vera í samræmi við skilyrði nýtingarleyfis.
Ef landeigandi/umsjónaraðili óskar þess að breyta umhirðu- og nýtingaráætlun skógarins skal verkefnisstjóri tilkynna það til Skógarkolefnis án tafar. Skilyrði er að nýtt fyrirkomulag viðhaldi þeim kolefnisforða sem þegar hefur verið seldur. Ef breyting er gerð þarf hún að koma fram í framvinduskýrslu verkefnisins við næstu sannprófun.
Áhættumat skal fylgja verkefnislýsingu við staðfestingu verkefnisins svo lágmarka megi skaða vegna óvænts taps á skógarkolefni. Ef endurmat fer fram á áhættu skal geta þess í framvinduskýrslu við sannprófun. Hvert verkefni skal greina mögulega áhættuþætti og þróa mótvægisaðgerðir til að draga úr tjóni. Að lágmarki skal hafa eftirfarandi í huga:
Tryggingareiningum verkefna er ætlað að vernda kaupendur kolefniseininga fyrir tapi og auka gildi og traust fullgildra eininga. Þannig á ekki að þurfa að afturkalla eða endurgreiða kolefniseiningar sem gefnar hafa verið út á tiltekið verkefni, jafnvel þótt verkefnið standi ekki undir væntingum; af hálfu Skógarkolefnis verður gengið úr skugga um að nægar tryggingareiningar séu til staðar í sameiginlegum sjóði til að mæta óvæntum áföllum tiltekins verkefnis.
Sameiginlegur sjóður fyrir tryggingareiningar er hjá Loftslagsskrá (ICR) í umsjón Skógarkolefnis/Skógræktarinnar. Sjóðurinn geymir framlög frá öllum sannprófuðum verkefnum.
Fari allt á versta veg, bera verkefni engu að síður skaðann af eftirfarandi:
Sérhvert verkefni leggur 20% af nettókolefnisbindingu til sjóðsins.
Við staðfestingu verkefnis eru 20% af kolefniseiningum í bið skráð í tryggingareiningasjóð í vörslu Skógarkolefnis/Skógræktarinnar. Þessi fjöldi endurspeglar mögulegan fjölda tryggingareininga á verkefnistímanum. Ekki er hægt að gera kröfur um að kolefniseiningum í bið sé úthlutað úr sjóði tryggingareininga.
Við sannprófun bindingar á tilteknu tímabili er kolefniseiningum í bið breytt í fullgildar einingar og um leið er 20% af fullgildum einingum á því árabili ráðstafað í sjóð tryggingareininga. Nýta má sannprófaðar einingar í sjóðnum til að standa straum af tapi verkefnis á sannprófuðum einingum. Ekki er hægt að versla með tryggingareiningar.
Kolefnistap verður þegar trjám í skóginum fækkar og standandi rúmmál – og þar af leiðandi kolefni – minnkar vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða aðstæðna sem hægt væri að komast hjá.
Tap á tafarlaust að tilkynna til Skógarkolefnis.
Verði tap, ber verkefnum að leggja fram skýrslu um atvikið innan 6 mánaða frá því það uppgötvast. Skýrslan skal innihalda mat á stærð tapsins og upplýsingar um nákvæmni matsins. Til að mæta tapinu er samsvarandi fjöldi tryggingareininga tekinn til hliðar.
Verkefnið verður svo metið að nýju við næstu áætluðu sannprófun.
Bakslag í kolefnisbindingu verður þegar hreinn loftslagsávinningur verkefnis að teknu tilliti til grunnstöðu, leka og kolefnisbindingar er neikvæður á tilteknu tímabili. Stærð bakslagsins er munurinn á nýjustu kolefnismælingu og mælingunni við síðustu sannprófun.
Bakslag: Ef kolefnisbinding hefur verið neikvæð frá síðustu sannprófun:
Ekkert bakslag/aukning: Ef í ljós kemur við næstu reglubundnu sannprófun nettóaukning á kolefnisbindingu frá fyrri sannprófunum, er fyrri aðgerð vegna bakslagsins leiðrétt í samræmi við aukninguna og síðasta uppgjör. Samsvarandi hluti þeirra tryggingareininga sem teknar voru til hliðar er þá aftur settur í tryggingarsjóðinn.
Óumflýjanlegt bakslag í kolefnisbindingu getur tengst tapi vegna náttúruvár (t.d. storma, flóða, þurrka, gróðurelda, meindýra og sjúkdóma) eða atburðum af mannavöldum sem verkefnið hefur enga stjórn á (t.d. hryðjuverkum og stríðum).
Ef bakslag hefur átt sér stað:
Verkefnið heldur svo áfram að leggja hluta af fullgildum kolefniseiningum (byggt á áhættumati) í sjóð tryggingareininga við hverja sannprófun framvegis.
Þegar verkefnistímanum lýkur verða allar tryggingareiningar sem eftir eru og lagðar voru til vegna verkefnisins felldar niður. Öll sannprófuð kolefnisbinding sem út af stendur hefur þá orðið að fullgildum kolefniseiningum. Ekki er gerð frekari krafa um eftirlit með verkefninu.
Landeigandi verkefnis í Skógarkolefni, þarf að ganga að skilmálum um varanlega breytingu á landnotkun yfir í skógrækt og að skóginum sé viðhaldið sem kolefnisviðtaka. Allt tap vegna þátta sem ekki er hægt að hafa stjórn á, svo sem vegna gróðurelda, meindýra, sjúkdóma eða veðurs, verður hægt að sækja í sjóð tryggingareininga. Tapi sem hægt hefði verið að komast hjá (t.d. ef landeigandi fellir skóg án þess að endurnýja hann) verður að mæta í samræmi við lög og samninga.
Landeigandi sem brýtur samning við kaupanda kolefniseininga og hefur skuldbundið sig til að binda samsvarandi magn kolefnis í skógi, getur búist við kröfu frá kaupandanum.
Til viðbótar við skuldbindingarnar í ákvæðum Skógarkolefnis eru verkefni einnig háð gildandi lagaákvæðum um skógarhögg eða skógareyðingu.
Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana (2021) krefjast mats vegna eyðingar skógar sem er víðlendari en 0,5 ha.
Skógræktarlögin (2019) koma í veg fyrir fellingu trjáa án leyfis Skógræktarinnar.
Þróaðar verða tillögur um staðlaða skilmála í samningum milli landeigenda, verkefnastjóra og fjárfesta.
Gefin verða frekari dæmi um bakslag í kolefnisbindingu sem hægt væri að forðast eða eru óhjákvæmileg, og dæmi um tilvik þar sem bæta þarf einingum í sjóð tryggingareininga.
Áhættumat helstu trjátegunda í skógrækt
Edda Sigurdís Oddsdóttir og Þröstur Eysteinsson tóku saman