RAUNVERULEG – MÆLANLEG – VIÐBÓT

Skógarkolefni er valkvætt kröfusett sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt og gefur viðskiptavinum skýran og gagnsæjan valkost.

Fréttir

22.05.2023

Nýjar hagtölur um norrænu skóganna

Jafnvel þótt á Norðurlöndunum sé einungis að finna 1,6 prósent af skógarþekju heimsins eru þetta mjög mikilvægir skógar fyrir heiminn allan. Af öllum timburvörum og pappír á heimsmarkaðnum koma koma sextán prósent frá Svíþjóð og Finnlandi og fjórtán prósent af allri kvoðu til pappírsgerðar. Þetta er meðal staðreynda sem finna má í hagtölum norrænna skóga sem nýkomnar eru út í aukinni mynd frá fyrstu útgáfunni 2020.
16.05.2023

Grisjunarefni úr ungum skógum til jarðvegsbóta í landbúnaði

Lífkol úr íslenskum grisjunarviði gætu nýst vel til að binda kolefni til langframa í jarðvegi ræktarlanda og um leið auka gæði jarðvegsins og þar með uppskeru. Möguleikar á þessu verða kannaðir í rannsóknarverkefni sem Skógræktin vinnur nú að í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri. Beðið er svara um styrkbeiðni til rannsóknarinnar enda dýrt að vinna úr jarðvegssýnum sem ætlunin er að taka í verkefninu a.m.k. næstu þrjú til fimm árin.
10.05.2023

Nýr skógræktarráðgjafi á Vesturlandi

Aaron Zachary Shearer skógfræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem skógræktarráðgjafi á Vesturlandi. Aaron hefur víðtæka reynslu af skóg- og trjárækt, bæði á skógræktarsvæðum og í þéttbýli og er að ljúka meistaragráðu í þéttbýlisskógrækt.