Skrá verkefni

Að stofna reikning í Loftslagsskrá Íslands

Allir verkefnisstjórar, staðfestingaraðilar, markaðsaðilar og almennir notendur verða að sækja um reikning í Loftslagsskrá. Loftslagsskrá framkvæmir áreiðanleikakönnun (KYC – know your customer) og sendir reikningshöfum innskráningarupplýsingar þegar henni er lokið.1

Til að opna reikninginn þarf væntanlegur reikningshafi að:

Þegar skráningu er lokið fer starfsfólk Loftslagsskrár yfir umsóknina og biður mögulega um frekari gögn til að ljúka megi áreiðanleikakönnuninni KYC. Loftslagsskrá veitir upplýsingar um hvaða skjölum þurfi að skila og ef frekari gagna er krafist meðan á áreiðanleikakönnun KYC stendur.

Þegar áreiðanleikakönnuninni KYC er lokið veitir starfsfólk Loftslagsskrár upplýsingar um notandareikning tengiliðar með tölvupósti sem gefinn er upp í umsókninni.

 1. Ef viðkomandi er ekki með reikning verður fyrst að opna slíkan hjá Loftslagsskrá: https://carbonregistry.com/create-account/
 2. Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki eða einstakling:
  • Nafn fyrirtækis/lögheiti (nauðsynlegt)
  • Kennitala fyrirtækis/einstaklings (nauðsynlegt)
  • Tölvupóstur (nauðsynlegt)
  • Heimilisfang og land (nauðsynlegt)
  • Vefsetur (valfrjálst)
  • Símanúmer með landskóða (nauðsynlegt)
  • Tegund reiknings (nauðsynlegt)
  • Tengiliður (nauðsynlegt)
  • Starfsheiti tengiliðar (t.d. eigandi, verkefnisstjóri ...)(nauðsynlegt)
  • Heimilisfang tengiliðar (valfrjálst)
  • Tölvupóstur tengiliðar (nauðsynlegt)
  • Sími tengiliðar með landskóða (nauðsynlegt)
  • WhatsApp (valfrjálst)

  Sjá skilmála og skilyrði

 3. Þá verður að leggja fram auðkenni fyrir viðkomandi fyrirtæki og fyrir reikningshafann.
 4. Þegar uppgefnar upplýsingar hafa verið yfirfarnar berast innskráningarupplýsingar frá Loftslagsskrá.

Stök verkefni og hópverkefni

Hægt er að skrá verkefni ýmist sem stök verkefni eða hópverkefni í Loftslagsskrá.

Stök verkefni eru staðfest og sannpófuð hvert um sig af vottunaraðila. Verkefnið getur verið af hvaða stærð sem er og landsvæðið þarf ekki endilega að mynda samhangandi heild. Hins vegar má landið í verkefninu ekki vera samsett úr einingum sem eru hver um sig í eigu aðskilinna eigenda. Svæðinu innan verkefnisins skal ekki skipta upp í aðskildar vottunareiningar.

Hópverkefni eru hins vegar skráð og metin ásamt öðrum verkefnum i hópnum. Verkefnin í hópnum geta verið í eigu mismunandi aðila. Ábyrgð á að uppfylla skilyrði Skógarkolefnis er sameiginleg hópnum. Hópmat getur verið hagstætt litlum verkefnum, vegna þess að föstum kostnaði m.a. við staðfestingu og sannprófun er deilt innan hópsins. Hver verkefnahópur þarf að ljúka gróðursetningu innan fimm ára frá upphafsdegi, og að öðru leyti að fylgja sömu reglum og stök verkefni (sjá kafla 2.1).

Sjálfsmat verkefna

Þegar verkefni sækjast ekki eftir reglubundinni sannprófun kolefnisbindingar, ýmist vegna smæðar verkefnanna eða annara ástæðna, er hægt að velja leið sem kallast sjálfsmat, að uppfylltum vissum skilyrðum (sjá kaflann Sjálfsmat). Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Skógarkolefnis svo hægt sé kanna hvort verkefni uppfyllir skilyrði til sjálfsmats.

Skráningarfrestur

Allar framkvæmdir skulu skráðar innan tveggja ára frá því að gróðursetning hefst.

Að búa til nýtt verkefni á Loftslagsskrárreikningnum þínum

 1. Farðu á https://carbonregistry.com/ og veldu 'Innskráning' (efst til hægri).
 2. Þegar þú hefur skráð þig inn, farðu í flipann 'Verkefnin mín og útgáfur' og smelltu á 'Nýtt verkefni'.
 3. Fyrir „nýja verkefnið“ þarftu að slá inn eftirfarandi upplýsingar:
  • Heiti verkefnis og lýsing
  • Upphafsdagur verkefnis (=fyrsti dagur gróðursetningar), stofndagur (=síðasti dagur gróðursetningar) og lokadagur (allt að 50 árum eftir upphafsdag)
  • Umhirðuáætlun
  • Vottunaraðili
  • Staðsetning (tilvísun í hnit, næsta býli, sýslu, land)
  • Nettóflatarmál (og hvort um sé að ræða barr- lauf- eða blandskóg)
  • Áætluð kolefnisbinding á líftíma verkefnisins (fullgildar Skógarkolefniseiningar, tryggingareiningar og heild)
 4. Hlaða verður upp drögum að kolefnisútreikningum og korti. Sjá sniðmát skjala.
 5. Þegar þú hefur slegið inn þessar upplýsingar skaltu smella á hnappinn neðst á verkefnisskjánum til að senda inn verkefnið þitt sem „í þróun“. Upplýsingar um verkefnið, kolefnisútreikningur og kort verður aðgengilegt öllum á vef Loftslagsskrár.

Önnur hjálp og ráðgjöf

Hvað gerist næst?

Þú færð staðfestingu frá Loftslagsskrá um að verkefnið þitt hafi verið samþykkt og sé nú sýnt sem „í þróun“ í skránni.


[1] https://www.investopedia.com/terms/k/knowyourclient.asp