Hvers vegna að kaupa Skógarkolefniseiningar

Á þessari síðu:

  1. Hvað getur þú gert?
  2. Skógarkolefni
  3. Margvíslegur ávinningur fyrir umhverfi og samfélag
  4. Annar ávinningur fyrir reksturinn

1. Hvað getur þú gert?

Áður en einingar úr Skógarkolefni eru keyptar:

Skógarkolefnisverkefni eru einungis ein fjölmargra aðgerða sem grípa má til í baráttunni við loftslagsröskun og afleiðingar hennar. Áður en forsvarsfólk fyrirtækja og annarra lögaðila hugar að því að kaupa kolefniseiningar, til dæmis skógarkolefniseiningar, ætti það að:

  • Átta sig á og mæla kolefnisspor sitt (losun af umfang 1, 2 og þar sem mögulegt er einnig umfangi 3) í samræmi við tækniforskriftina Kolefnisjöfnun: Kröfur með leiðbeiningum, ÍST TS 92:2022
  • Setja sér markmið byggð á vísindalegum grunni til að draga úr losun sinni í samræmi við það markmið Íslands að verða kolefnishlutlaust land árið 2040
  • Taka til aðgerða til að draga úr losun af umfangi 1, 2 og þar sem mögulegt er einnig umfangi 3 til samræmis við markmið viðkomandi lögaðila um samdrátt losunar

Þær kröfur sem gerðar eru til ábyrgra kaupenda á kolefnismarkaðnum eru mótaðar af sjálfstæðri stofnun um ábyrgð á valkvæða kolefnismarkaðnum, Voluntary Carbon Markets Initiative (https://vcmintegrity.org/) og sérstökum vinnuhópi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordic Dialogue on Voluntary Compensation.

Þegar samdráttur losunar er kominn í gang samkvæmt áætlun:

Við vitum öll að dagleg starfsemi okkar getur haft áhrif á umhverfið. En hvort sem það er vegna nýtingar hráefna, orkunotkunar okkar eða losunar í aðfangakeðjum okkar er skylda okkar að meta umhverfisáhrif okkar og draga úr þeim.

Svo er það sú losun gróðurhúsalofttegunda sem er óhjákvæmileg. Sumum íslenskum fyrirtækjum er nú skylt samkvæmt lögum að skila skýrslum um þessa losun. Við teljum að allir atvinnurekendur ættu jafnframt að geta bætt fyrir losun sína með þeirri leið sem affærasælust er, með því að snúa landnýtingu í jákvæða átt á Íslandi og rækta nýja skóga.

Fjárfesting ykkar í nýskógrækt á Íslandi hefur jákvæð áhrif fyrir komandi kynslóðir. Og rekstur ykkar hefur hag af þessu líka því með þessu sjá viðskiptavinir, samstarfsfólk og birgjar að alvara býr að baki stefnu ykkar og yfirlýsingum um að dregið skuli úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Þátttaka ykkar í skógarkolefnisverkefnum bera vott um að þið viljið vera í fararbroddi í ykkar geira.

2. Skógarkolefni

Skógarkolefni er kröfusett fyrir nýskógræktarverkefni á Íslandi og gefur af sér kolefniseiningar sem eru vottaðar af óháðum aðila. Þessar kröfur njóta fulltingis stjórnvalda, fyrirtækja í skógargeiranum og sérfræðinga um kolefnismarkaði. Hann er eina færa leiðin til að búa til vottaðar kolefniseiningar á Íslandi. Skógrækt á Íslandi er á háum alþjóðlegum mælikvarða og Skógræktin nýtur alþjóðlegs trausts því hér er skógrækt og skógstjórn á háu faglegu stigi, fram fara viðurkenndar mælingar á kolefnisbúskap skóganna og hér eru stundaðar vandaðar rannsóknir í skógvísindum.

Með sterkum vísindalegum grunni Skógræktarinnar, óháðri staðfestingu og vottun ásamt gagnsærri skráningu þar sem rekja má eignarhald á kolefniseiningum er lögaðilum kleift að:

Draga úr nettólosun: Tækniforskriftin ÍST TS 92:2022 Kolefnisjöfnun: Kröfur með leiðbeiningum gerir grein fyrir hvernig hægt er að nota vottaðar skógarkolefniseiningar til mótvægis við heildarlosun tiltekinnar starfsemi.

Gera tilkall til kolefnishlutleysis: 

  • ÍST TS 92:2022 Kolefnisjöfnun: Kröfur með leiðbeiningum leiðbeinir um hvernig nýta má vottaðar skógarkolefniseiningar til að gera tilkall til kolefnishlutleysis tiltekinnar starfsemi, vöru, þjónustu, mannvirkja, verkefna eða viðburða á Íslandi.
  • ÍST TS 92:2022 Kolefnisjöfnun: Kröfur með leiðbeiningum sýnir einnig hvernig skilgreina skal og meta kolefnisspor, setja markmið um samdrátt og í kjölfarið sýna fram á raunverulegan samdrátt eða mótvægisaðgerðir með kaupum á vottuðum einingum samdráttar og bindingar. Skógarkolefniseiningar teljast þar með.
  • Kaupa fyrir fram og stuðla þannig að því að því að viðkomandi nái kolefnishlutleysi árið 2040: Kaupa kolefnisbindingareiningar fyrir fram með því markmiði að tryggja kolefnishlutleysi til frambúðar.

Athugið: Fyrirtæki geta nýtt Skógarkolefniseiningar til mótvægis við eigin losun en ekki vegna losunar í alþjóðaflugi eða -siglingum.

3. Margvíslegur ávinningur fyrir umhverfi og samfélag

Ræktun nýrra skóga leiðir til þess að koltvísýringur (CO2) binst úr andrúmsloftinu en veitir jafnframt ýmis gæði, bæði fyrir umhverfi og samfélag, svo sem:

  • líffjölbreytni og ný búsvæði lífvera
  • flóðavarnir og aukin vatnsgæði
  • aukin loftgæði
  • bætta heilsu, vellíðan og ánægju
  • skjól fyrir búpening
  • timbur og brenni
  • sérhæfð störf
  • aukna þátttöku samfélagsins, sjálfboðaverkefni, menntun og þróun

Árið 2016 var ráðgjafarfyrirtækið EFTEC Consulting fengið til að meta heildaráhrif kolefnisverkefna sem hrundið hafði verið af stað undir breska kröfusettinu Woodland Carbon Code. Niðurstaðan var sú að hver keypt kolefniseining (tCO2-ígildi) sem til hafði orðið samkvæmt kröfusettinu stuðlaði jafnframt að í það minnsta að verðmætum sem mætti meta til kolefniseininga að andvirði 100 breskra punda. Þetta voru verðmæti á borð við útivist, líffjölbreytni, loftgæði og efnahagslegur ávinningur í heimabyggð. Athuganir EFTEC bentu líka til þess að 12,5% skógræktarverkefnanna hefðu verið sett af stað á svæðum þar sem talið var brýnt að draga úr mengun í vatni og flóðahættu. Sömuleiðis voru fáein prósent verkefnanna aðgengileg þeim fimmtungi samfélagsins sem höllustum fæti stóð í samfélaginu, félagslega, andlega og efnahagslega.

4. Annar ávinningur fyrir reksturinn

Önnur atriði sem kaup á íslenskum kolefniseiningum hafa í för með sér eru m.a.:

  • Staðbundin og áþreifanleg: Öll skógarkolefnisverkefni fara fram á Íslandi og líklegt að fólk geti fundið slík verkefni í sínu heimahéraði eða landshluta. Skógarkolefni er því áþreifanleg afurð sem hægt er að finna og snerta.
  • Virk þátttaka starfsfólks og viðskiptavina: Í sumum tilfellum gefst fyrirtækjum færi á að taka virkan þátt í því að koma skóginum upp, til dæmis með því að efna til gróðursetningardaga, nýta skógræktarsvæðið fyrir aðra viðburði starfsfólks eða virkja viðskiptavini til þátttöku, svo sem með einhvers konar leikjum eða keppnum þar sem verðlaun eru í boði.