Ræktaðu eigin kolefniseiningar

Af hverju að rækta eigin kolefniseiningar?

Landeigendum og fyrirtækjum fer ört fjölgandi sem eiga land og huga að því að „rækta eigin“ kolefniseiningar með nýskógrækt og vega þannig upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda af starfsemi sinni. Að láta óháðan þriðja aðila staðfesta og síðar sannprófa slík verkefni samkvæmt Skógarkolefni raungerir ávinninginn af nýskógræktinni. Eigandinn uppsker með tímanum kolefniseiningar eftir því sem skógurinn vex. Einingarnar má nota til að vega upp á móti losun frá viðkomandi starfsemi.

Aðeins er hægt að nota kolefniseiningar einu sinni á móti losun. Ef fyrirtæki notar þær á móti eigin losun er þar af leiðandi ekki hægt að selja þær þriðja aðila. Á hinn bóginn er auðvitað hægt að nota sumar kolefniseininga sinna á móti eigin losun en selja aðrar.

Fyrirtæki/landeigendur sem rækta eigin kolefnisskóga

Að neðan eru dæmi um fyrirtæki sem eiga land eða hafa gert samninga um land og hafa fjárfest í nýskógrækt í því skyni að framleiða kolefniseiningar til að nota á móti losun sinni í framtíðinni.