Staðfesting á verkefni

Hvað er staðfesting?

Staðfesting er frummat verkefnis gagnvart kröfum Skógarkolefnis. Þetta frummat er á höndum vottunaraðila sem hlotið hefur faggildingu miðað við íslenska staðla. Vottunaraðilinn gengur úr skugga um að yfirlýsingar um áætlaða kolefnisbindingu séu efnislega réttar miðað við tilskilinn áreiðanleika.

Hvenær á að staðfesta verkefni og hversu langan tíma tekur það?

Verkefni hafa 5 ár til að ljúka staðfestingu, talið frá þeim degi sem viðkomandi verkefni er í Loftslagsskrá. Ekki er hægt að ljúka staðfestingu verkefnis fyrr en gróðursetningu er lokið, en heimilt er að hefja staðfestingarferlið á framkvæmdatímanum. Aðeins verkefniseigandi sem gróðursetur skóginn getur látið staðfesta hann. Landeigandi sem hefur nýlega keypt eða leigjandi sem nýlega hefur tekið á leigu jörð með nýju kolefnisverkefni getur ekki sannað að hann hefði ekki gróðursett til skógarins án kolefnisfjármögnunar.

Mælt er með að hefja undirbúning og öflun nauðsynlegra skjala að minnsta kosti 12 mánuðum áður en kemur að staðfestingu og gera ráð fyrir a.m.k. 4 mánuðum frá undirritun samnings við vottunarstofu þar til að kolefniseiningar eru skráðar í Loftslagsskrá.

Helstu ábendingar til að staðfesting gangi eðlilega fyrir sig:

  • Hafðu samband við vottunarstofu með eins miklum fyrirvara og mögulegt er
  • Gakktu úr skugga um að skjölin þín séu fyllt út eins reglur kveða á um
  • Gakktu úr skugga um að þú leggir fram öll nauðsynleg gögn verkefni þínu til stuðnings
  • Svaraðu beiðnum um frekari upplýsingar, skýringar eða aðgerðir til úrbóta eins fljótt og auðið er.

Hægt er að fresta staðfestingu ef gild rök liggja að baki. Hafðu samband við skrifstofu Skógarkolefnis.

Hver getur staðfest verkefnið?

Að svo stöddu býður aðeins ein vottunarstofa staðfestingu skv. Skógarkolefni. Bætist fleiri við verða þær tilgreindar hér.

iCert

Borgartúni 30
is-105 Reykjavík
Sími: 565 9001
iCert@iCert.is

Hvað kostar staðfesting?

Kostnaður við staðfestingu er væntanlega mjög breytilegur en er áætlaður á bilinu 300.000 kr. til 500.000 kr. fyrir hvert verkefni. Mælt er með því að óskað sé eftir tilboði frá vottunarstofum.

Hvert er ferlið?

Meginskrefin eru fjögur. Vottunarstofan lætur vita þegar hverju skrefi er lokið:

1. Undirbúningur og framlagning skjala

Undirbúið eftirfarandi skjöl sem vísa til frekari leiðbeininga í Skógarkolefni. Sjá Skjalasniðmát og eyðublöð:

  • Verkefnishugmynd PIN
  • Verkefnislýsing PDD
  • Staðfesting á viðbót verkefnisins
  • Upplýsingablað um landeiganda, leigjanda, verkefniseiganda eða umboðsmann
  • Yfirlýsing um skuldbindingu landeiganda/leigjanda/verkefniseiganda
  • Kort af svæðinu

2. Úttekt verkefnis

Matsmaður á vegum vottunarstofu tekur út verkefnið með hliðsjón af kröfum Skógarkolefnis. Þetta getur falið í sér vettvangsheimsókn.

Ef um er að ræða hópverkefni eru gögn hjá hópstjóra um hópinn og verkefnin innan hans einnig hluti af úttektinni.

Vera kann að beðið verði um frekari upplýsingar eða að gripið verði til einhverra úrbóta. Matsmaður gefur einn mánuð til að ljúka úrbótum.

3. Rýni verkefnis

Skrifstofa Skógarkolefnis yfirfer gögn um verkefnið og lítur til þess hvort þar er samræmi og hvort verkefnið er fullgert og fullnægjandi. Verkefni sem uppfylla skilyrði fá staðfestingaryfirlýsingu frá vottunarstofu. Yfirlýsingin gildir í 5 ár frá stofndegi verkefnisins.

4. Uppfærsla í Loftslagsskrá og útgáfa kolefniseininga í bið

Staðfest verkefni eru skráð í Loftslagsskrá á eftirfarandi hátt:

  • Skráið ykkur inn með aðgangsupplýsingum í  Loftslagsskrá og uppfærið þær verkefnisupplýsingar sem þörf er á
  • Ef reikningshafi er ekki landeigandi þarf hann að sýna fram á að hann hafi rétt til að annast kolefniseiningar verkefnisins. Hlaðið upp annað hvort:
    • Samskiptasamningi – til að sýna að landeigandi samþykki að framkvæmdaraðili verkefnisins komi fram fyrir hans hönd í skránni
    • Samningi um kolefni – til að sýna að framkvæmdaraðili verkefnisins eigi réttinn á kolefninu og til að staðfesta að viðkomandi hafi rétt til að skrá kolefniseiningar verkefnisins á sinn reikning
  • Uppfærið verkefnið sem 'staðfest' í Loftslagsskrá.
  • Vottunarstofan hleður þar næst upp endanlegum skjölum. Athugið að sum ofangreindra skjala gætu verið aðgengileg almenningi eftir staðfestingu. Tölvupóstur berst frá Loftslagsskrá sem staðfestir að viðkomandi verkefni sé nú merkt sem 'staðfest' í Loftslagsskrá
  • Loftslagsskrá gefur upp kolefniseiningar miðað við áætlaða kolefnisbindingu verkefnisins og Við greiðslu reikningsins verða kolefniseiningar í bið virkar á reikningnum. Athugaðu að gjöld gætu breyst með tímanum (sjá vef Loftslagsskrár)

Þegar einingar eru seldar þarf annað hvort að flytja þær á reikning kaupandans eða úthluta þeim til kaupandans.

Verulegar breytingar á verkefnum eða aðstæðum framkvæmdaraðila/eiganda verkefnisins

Ef umtalsverðar breytingar verða á tilteknu verkefni eftir að það hefur verið staðfest er þess krafist að verkefnið sé staðfest að nýju. Þetta gæti stafað af því að:

  • umtalsverð breyting hafi verið gerð á svæði eða stjórnun verkefnisins
  • eignarhaldi verkefnis hafi verið skipt upp milli mismunandi eigenda, eða verkefni sameinast undir eitt eignarhald
  • verkefni hafi flust yfir í verkefnahóp eða úr honum

Breytingar á svæði eða stjórnun verkefnis gætu leitt til:

  • breytinga á kolefnisspá (í því tilviki er hægt að merkja sumar útgefnar kolefniseiningar sem 'ekki til ráðstöfunar') eða
  • verkefnið fæst ekki staðfest að nýju (í því tilviki verður verkefnið og útgefnar kolefniseiningar sem gefnar eru út merktar 'ekki til ráðstöfunar')

Hafðu strax samband við skrifstofu Skógarkolefnis til að fá frekari upplýsingar.