1.5 Verkefni samræmist opinberri skógræktarstefnu

Kröfur

  • Verkefni skulu samræmast landsáætlun í skógrækt (Land og líf) og viðkomandi landshlutaáætlun, sé hún fyrir hendi, þar með ákvæðum er lúta að sjálfbærni, loftslagsbreytingum, jarðvegi, vatni, líffræðilegri fjölbreytni, landslagi og samfélagi.
  • Við staðfestingu og hverja sannprófun er gengið úr skugga um að verkefnið uppfylli ákvæði stefnumótunar stjórnvalda.

Gögn vegna staðfestingar

  • Yfirlýsing um að verkefnið uppfylli stefnumótun stjórnvalda
  • Yfirlýsing landeiganda um að farið verði eftir stefnumótun stjórnvalda (2.1)
  • Að ekki hafi komið fram vísbendingar um brotalamir hvað þetta varðar

Leiðbeiningar

  • Vottunarstofa gengur úr skugga um að verkefnið uppfylli ákvæði stefnumótunar stjórnvalda, sjá einnig kafla 2.1

ÍTAREFNI

Áhættumat helstu trjátegunda í skógrækt (drög sem skilað hefur verið til matvælaráðuneytis)

Helstu trjátegundir í íslenskri skógrækt, möguleikar og áhætta

Áhættumat vegna notkunar trjátegunda í skógrækt

Edda Sigurdís Oddsdóttir og Þröstur Eysteinsson tóku saman

Áhættumatið er í endurskoðun. Uppfærð útgáfa birtist hér þegar hún hefur verið gefin út.

Land og líf (opinber skógræktarstefna)