1.4 Farið að lögum

Kröfur

  • Verkefni skulu vera innan ramma laganna.
  • Við staðfestingu er athugað hvort verkefni eru í samræmi við lög.

Gögn vegna staðfestingar

  • Upplýsingar í ræktunaráætlun um verndarsvæði
  • Yfirlýsing frá landeiganda um að fylgja lögum
  • Að ekki hafi komið fram vísbendingar um misferli

Leiðbeiningar

  • Vottun er ekki yfirlýsing um lagalegt gildi verkefnis. Vottunarstofan mun athuga hvort farið sé eftir öllum viðeigandi lagaákvæðum og að engar kvartanir hafi borist um lögbrot frá eftirlitsstofnunum eða öðrum aðilum. Þau lagaákvæði sem gilda um skógrækt eru birt á vef Alþingis, althingi.is, sjá einnig kafla 2.1