3.4 Nettókolefnisbinding

Kröfur

Nettókolefnisbindingu skal reikna með Skógarkolefnisreikni, þ.e. kolefnisbindingu að frádreginni losun verkefnis og kolefnisleka sbr. kafla 3.3 og 3.2, og að teknu tilliti til upphafsstöðu kolefnis sbr kafla 3.1.

Áætlað magn kolefniseininga fyrir hvert tímabil skal skráð í samræmi við vottunartímabil. Þessum einingum skal skipt á milli tryggingareininga og handbærra kolefniseininga.

Nettókolefnisbindingu sem orðin er og kolefnisbindingu á núverandi vottunartímabili skal staðfesta í framvinduskýrslu. Á 5. ári er þessi tala byggð á áætlaðri bindingu en frá og með 15. ári eru þessar tölur byggðar á vettvangskönnun og mælingum.

Gögn vegna staðfestingar

  • Niðurstöður úr Skógarkolefnisreikni
  • Fjöldi kolefniseininga í bið sem kemur inn á hverju tímabili verkefnisins

Frekari gögn vegna sannprófunar á síðari stigum

  • Framvinduskýrsla skal staðfesta þá kolefnisbindingu sem orðin er og það kolefni sem bundið verður á samningstímanum
  • Endurtekinn útreikningur í Skógarkolefnisreikni ef þarf

Leiðbeiningar

  • Nettókolefnisbinding er allt það kolefni sem hefur bundist vegna verkefnisins og sem hægt er að breyta í kolefniseiningar. Þessu kolefni er síðan deilt á milli tryggingareininga (20%) og handbærra eininga (80%) sem má selja/nota
  • Frá og með 15. ári er nettóbinding staðfest með vettvangskönnun og mælingum. Það felur í sér:
  • Setja út mælifleti á svæðinu, a.m.k. einn á hvern hektara
  • Trjámælingar á mæliflötum
  • Niðurstöðurnar nýttar til útreikninga á kolefnisforða skógarins (þ.m.t. í botngróðri, sópi og jarðvegi)
  • Samanburður við fyrirliggjandi gögn