Merki Skógarkolefnis

Reglur um notkun á merki Skógarkolefnis

Merki Skógarkolefnis hannaði Pétur Halldórsson í samráði við Halldór Björn Halldórsson, grafískan hönnuð og höfund merkis Skógræktarinnar sem tekið var í notkun 2016. Hringlaga hluti merkisins er grafíski hlutinn af merki Skógræktarinnar og því höfundarverk Halldórs Björns.

Tvær útgáfur eru af merki Skógarkolefnis, á íslensku og ensku. Merkið má ekki toga eða teygja, ekki má setja á það útlínur, skipta um lit eða leturgerð. Merkið skal vera grænt og svart á hvítum grunni að jafnaði en einnig má það vera svart á ljósum grunni eða hvítt á svörtum grunni.

„CO2“-hlutann af merki Skógarkolefnis má nota aðskilinn frá aðalmerkinu í sérstökum tilfellum, svo sem við merkingu fatnaðar eða farartækja, sem táknmynd í skjölum eða hönnunarefni á vef eða prenti. Það er því eingöngu til notkunar á vegum Skógarkolefnis eða með leyfi þess. Einnig má nota þennan hluta merkisins sem grafískan þátt í bakgrunni við ýmiss konar hönnun prent- og vefefnis fyrir Skógarkolefni.

Virða skal það rými sem gert er ráð fyrir í kringum merkið svo ekki sé letur eða myndefni innan þess ramma.

Meginlitir

Tveir litir eru notaðir í merki Skógarkolefnis, grænn og svartur. Merkið má ekki nota í öðrum litum, ef frá eru taldar svarthvítu útgáfurnar sem nefndar eru að ofan.

 

   C 80
   M 5
   Y 100
   K 0

   R 35
   G 170
   B 74

Pantone C: 7738 C
Pantone U: 361 U
NCS: S 2060-G20Y

            C 80
            M 5
            Y 100
            K 0

 

 

   C 40
   M 0
   Y 0
   K 100

   R 35
   G 170
   B 74

Pantone C: Black C
Pantone U: Neutral
Black U
NCS:

 

 

Niðurhal (RGB)

Aðalmerki Skógarkolefnis, svart og grænt

Aðalmerki Skógarkolefnis, hvítt

Aðalmerki Skógarkolefnis, svart á hvítum grunni

 

Ef þörf er á merkinu á öðru skráarsniði eða litakerfi skal hafa samband við Skógarkolefni á netfanginu skogarkolefni@skogarkolefni.is