1.3 Gjaldgeng skógræktarsvæði – eignarhald lands

Kröfur

Sýna skal fram á eignarhald eða leigusamning sem nær yfir allt tímabil verkefnisins. Leigutaki og leigusali skulu samþykkja reglur Skógarkolefnis um gildistíma kolefnisverkefna.

Gögn vegna staðfestingar

  • Gögn um eignarhald á landinu og upplýsingar um landeiganda eða leigjanda
  • Upplýsingar um kvaðir á landinu
  • Þinglýst afrit af leigusamningi eða önnur skjöl sem staðfesta vilja eiganda
  • Undirrituð yfirlýsing landeiganda og verkefniseiganda um varanleika kolefnisbindingar

Leiðbeiningar

  • Skógræktarsvæðið getur verið á eignarlandi eða leigulandi
  • Samþykki landeiganda skal ávallt fylgja, sjá kafla 2.3 um hættur og varanleika