2.1 Skuldbindingar landeigenda og verkefnastjóra

Kröfur

 • Landeigendur/verkefnaeigendur skulu fylgja eftirfarandi reglum
 • Verkefnahópar skulu tilnefna hópstjóra og setja sér skjalfestar samskiptareglur
 • Verkefnahópar skulu vinna eftir hópsamningi sem inniheldur eftirfarandi reglur

Gögn sem þetta varða skulu skoðuð við staðfestingu verkefna. Ef verkefni eða verkefnahópar ganga kaupum og sölum, þarf að uppfæra gögn og sannreyna þau við næstu úttekt.

Landeigendur og leigjendur lands skuldbinda sig til að:

 • Fylgja reglum Skógarkolefnis
 • Tryggja að breyting á landnýtingu sé varanleg
 • Fara eftir framlagðri áætlun um nýskógrækt og áformum um umhirðu allan verkefnistímann og framvegis að honum loknum (2.3)
 • Fara að lögum (1.4) og fylgja skógræktarstefnu stjórnvalda (1.5)
 • Tryggja endurnýjun skógarins eftir skógarhögg (2.3)
 • Gróðursetja aftur á sama eða öðrum stað ef skógurinn eyðist af völdum stormfalls, elds, meindýra, sjúkdóma, ágangs dýra eða ef hann þarf að víkja vegna framkvæmda (2.3)
 • Við sölu eða leigu landsins skal kynna nýjum landeigendum eða leigjendum þær skuldbindingar sem aðild að Skógarkolefni hefur í för með sér og alla samninga sem gerðir hafa verið um kolefnisbindingu (2.3)
 • Vakta verkefnin og viðhalda vottun allan samningstímann skv. reglum Skógarkolefnis (nema utanaðkomandi verkefnastjóri sjái um það 2.5)
 • Verði eitthvað til þess að kolefnisforði skógarins minnki skal tilkynna það samstundis til Skógarkolefnis og skila skýrslu um atburðinn innan 6 mánaða (2.3)
 • Tryggja að skráning kolefniseininga í bið, sala  kolefniseininga og  afskráning vottaðra, notaðra eininga sé ávallt rétt í Loftslagsskrá. Eigandi verkefnis ber ábyrgð á þessu sjálfur eða fær til þess verkefnastjóra eða hópstjóra, eftir því sem við á (2.6)
 • Einungis að selja kolefniseiningar sem eru staðfestar og  sannprófaðar samkvæmt reglum þessum (2.6)
 • Gefa sannar og nákvæmar upplýsingar um kolefnismál verkefnanna samkvæmt reglum Skógarkolefnis (2.7)
 • Fara að reglum um notkun á merki Skógarkolefnis, sjá reglur á vef Skógarkolefnis

Verkefnisstjóri eða hópstjóri skuldbindur sig til að:

 • Fylgja reglum Skógarkolefnis
 • Fara að lögum (1.4) og fylgja skógræktarstefnu stjórnvalda (1.5)
 • Vakta verkefnin og viðhalda vottun allan samningstímann samkvæmt reglum Skógarkolefnis (nema eigandi landsins hafi tekið það að sér 2.5)
 • Tryggja að skráning eininga í bið, sala kolefniseininga og afskráning vottaðra, notaðra eininga sé ávallt rétt í Loftslagsskrá.
 • Einungis að selja kolefniseiningar sem eru staðfestar og  sannprófaðar samkvæmt reglum þessum (2.6)
 • Gefa sannar og nákvæmar upplýsingar um kolefnismál verkefnanna samkvæmt reglum þessum (2.7)
 • Kynna kaupendum Skógarkolefniseininga leiðbeiningar Skógarkolefnis um kolefnisreikninga og tryggja að skráð sé í samninga um söluna að slík kynning hafi farið fram (2.7)
 • Fara að reglum um notkun á merki Skógarkolefnis og kynna þær landeigendum og kaupendum Skógarkolefniseininga, sjá reglur á vef Skógarkolefnis

Samningur um verkefnahópa

Hóparnir þurfa að:

 • Tilnefna hópstjóra
 • Samþykkja stjórnskipulag hópsins á milli stakra verkefnaeigenda, verkefnisstjóra og hópstjórans
 • Hafa lagalega stöðu til að geta gert þjónustusamning við vottunarstofu

Þegar hópverkefnið hefur fengið staðfestingu vottunarstofu, er þess vænst að hópurinn haldi áfram samstarfi út verkefnistímann.

Um verkefnahópa skal gilda samningur þar sem að lágmarki skal tilgreina:

 • Heiti hópsins, stærð hans og svæðisbundna afmörkun, auk annarra hugsanlegra takmarkana á þátttöku
 • Nafn, heimilisfang og tölvupóstfang hópstjóra, auk samþykktar um hvernig skuli velja nýjan ef til þess kemur
 • Nöfn, heimilisföng og tölvupóstföng allra eigenda/leigjenda/forráðamanna lands
 • Nákvæmar upplýsingar um þau verkefni sem tilheyra hópnum, s.s. númer, heiti, staðsetningar og landstærðir
 • Ábyrgð hvers verkefnis um sig á kolefnisbindingu og tilkall þess til skógarkolefniseininga frá hópnum ásamt ákvæði um hvort Skógarkolefniseiningar hópsins verða seldar í einu lagi eða hvers verkefnis um sig
 • Hvernig stjórnun hópsins skal vera og aðrar reglur innan hans
 • Skuldbindingar hvers landeiganda og ábyrgð hópstjóra, eins og getið er í reglum hér að ofan um það sem ekki er á ábyrgð hvers verkefnis um sig innan hópsins
 • Undirskriftir hópstjóra og hvers eiganda/leigjanda/forráðamanns lands um sig
 • Hlutverk og ábyrgð hópstjóra og meðlima hópsins samkvæmt leiðbeiningum á vef Skógarkolefnis

Hópstjóri skal:

 • Halda skrá yfir meðlimi hópsins og verkefni innan hans
 • Tryggja að samskiptahættir innan hópsins fylgi samþykktum hans
 • Skipuleggja og sinna stjórnun og vistun skjala, þar sem afrit nauðsynlegra skjala eru aðgengileg að kröfu Skógarkolefnis
 • Vera tengiliður hópsins við Skógarkolefni, vottunarstofu og Loftslagsskrá
 • Skrá verkefni hópsins í Loftslagsskrá og samræma upplýsingar
 • Leiða vinnu við að fá hópverkefnin staðfest og við áframhaldandi vottun, þ. á m. vinnu við úrbætur vegna frávika
 • Upplýsa meðlimi hópsins um stöðu mála
 • Sinna kvörtunum sem tengjast staðfestingu/vottun í samræmi við Skógarkolefni
 • Endurskoða samþykktir hópsins (ef nauðsynlegt er) sem tengjast breytingum meðal þátttakenda eða á skilyrðum
 • Fylgja öðrum skuldbindingum verkefnastjóra hér að ofan

Meðlimir verkefnahópa skulu:

 • Fylgja samkomulagi hópsins
 • Upplýsa nýja landeigendur, sem taka við verkefnum, um skyldur þeirra gagnvart hópnum
 • Veita hópstjóra leyfi til að sækja um staðfestingu/vottun fyrir þeirra hönd
 • Veita hópstjóra nauðsynlegar upplýsingar og leyfa innri úttekt
 • Gera þær úrbætur sem hópstjóri telur nauðsynlegar vegna frávika
 • Fylgja öðrum skuldbindingum landeigenda hér að ofan

Gögn vegna staðfestingar verkefnisins

 • Undirrituð yfirlýsing landeiganda eða verkefnastjóra um skuldbindingu samkvæmt reglunum hér að ofan og leiðbeiningum á vef Skógarkolefnis
 • Samþykktir hópsins

Frekari gögn vegna sannprófunar á síðari stigum

 • Ef breyting hefur orðið á hópnum, eignarhaldi eða verkefnastjóra þarf að endurnýja yfirlýsingar um skuldbindingar eins og hér að ofan

Leiðbeiningar

 • Þessi kafli gefur yfirlit yfir allar þær skuldbindingar sem eigandi/leigjandi/umráðamaður lands og verkefnastjóri eða hópstjóri þurfa að undirgangast samkvæmt reglunum
 • Sjá einnig kafla 1.4, 1.5, 2.3, 2.5, 2.6 og 2.7