2.7 Kolefnisbókhald og skýrslugjöf

Kröfur

  • Landeigendur og/eða verkefnastjórar skulu gera væntanlegum kaupendum kolefniseininga grein fyrir þeim reglum sem gilda um Skógarkolefniseiningar
  • Upplýsingar landeiganda, verkefnastjóra og kaupenda um kolefnismál skulu vera nákvæmar og sannar. Notast skal við viðurkennt orðalag. Í upplýsingum sem settar eru fram áður en binding verður skal tilgreina með skýrum hætti þann tíma sem bindingin tekur
  • Ekki er hægt að nýta kolefniseiningar til jöfnunar á móti losun fyrr en þær hafa raungerst og verið sannprófaðar og þar með orðið fullgildar samkvæmt settum kröfum

Gögn vegna staðfestingar

  • Skuldbinding frá eiganda/verkefnastjóra um að ávallt skuli gefa réttar og nákvæmar upplýsingar um verkefnið og kolefnisbindinguna samkvæmt reglum Skógarkolefnis, sjá kafla 2.1
  • Allar skýrslur og yfirlýsingar sem gefnar eru á skjölum, vefsíðum, bæklingum eða með öðrum hætti skulu samræmast reglum Skógarkolefnis
  • Að ekkert bendi til að reglur Skógarkolefnis hafi verið brotnar

Frekari gögn vegna sannprófunar á síðari stigum

  • Staðfesting í framvinduskýrslu um að allar tilkynningar landeiganda, verkefnastjóra og kaupanda séu samkvæmt reglum Skógarkolefnis
  • Að öll gögn verkefnisins og tilkynningar eða skýrslur um kolefnisbókhald samræmist reglum Skógarkolefnis
  • Að ekkert bendi til að reglur Skógarkolefnis hafi verið brotnar

Leiðbeiningar

  • Kolefnisyfirlit er yfirlit um hversu mikil kolefnisbinding er áætlað að verði eða hefur þegar orðið í verkefninu. Það má nota af fleiri en einum aðila sem kemur að verkefninu. Skógarkolefniseiningar má aðeins færa á móti losun af eiganda eða kaupanda að lokinni sannprófun
  • Notkun á Skógarkolefniseiningum er háð ýmsum reglum. Sjá kafla 2.6 um hvernig Skógarkolefniseiningar eru skráðar í Loftslagsskrá
  • Upplýsingar um hvernig einingar eru notaðar á móti losun í grænu bókhaldi er að finna í kaflanum Hvers vegna að kaupa Skógarkolefniseiningar