Einingar í bið

Þær kolefniseiningar sem eru tilteknar í spá um bindingu í tilteknu verkefni og vottunarstofa hefur staðfest nefnast einingar í bið meðan bindingin hefur enn ekki átt sér stað. Verkefnum er heimilt að selja allt að helmingi þessara eininga til að afla fjármagns, en ekki má nota þær einingar til kolefnisjöfnunar fyrr en þær hafa verið sannprófaðar. Sjá nánari upplýsingar á vef Skógarkolefnis.