05.06.2023
Ræktun græðlinga af Hrymi
Vel er hægt að fjölga lerkiblendingnum Hrymi með græðlingum ef fyrir hendi er góð þekking, ekki síst á ræktun og umhirðu móðurplantna. Í tilraunum sem sagt er frá í nýrri grein í Riti Mógilsár náðist góð ræting bæði vetrargræðlinga og ótrénaðra sumargræðlinga. Áhugaverður möguleiki er að koma græðlingum til í míkróbökkum og notast við sjálfvirkan búnað við priklunina.