Nær allir starfsmenn Skógræktarinnar komu saman á starfsmannafundi sem fram fór á Hótel Hallormsstað 30. nóvember. Einungis fjórir starfsmenn af um sextíu áttu þess ekki kost að sitja fundinn. Þetta var síðasti starfsmannafundur stofnunarinnar undir þessu nafni en um áramót rennur hún ásamt Landgræðslunni inn í nýja stofnun, Land og skóg.
Tugir trésmíðanema hafa komið í vettvangsnám hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk undir merkjum verkefnisins Skógarnytja. Þetta samstarfsverkefni félagsins og Tækniskólans hefur nú sent frá sér myndband með ýmsum grunnfróðleik um skóga og skógrækt.