RAUNVERULEG – MÆLANLEG – VIÐBÓT

Skógarkolefni er valkvætt kröfusett sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt og gefur viðskiptavinum skýran og gagnsæjan valkost.

Fréttir

05.06.2023

Ræktun græðlinga af Hrymi

Vel er hægt að fjölga lerkiblendingnum Hrymi með græðlingum ef fyrir hendi er góð þekking, ekki síst á ræktun og umhirðu móðurplantna. Í tilraunum sem sagt er frá í nýrri grein í Riti Mógilsár náðist góð ræting bæði vetrargræðlinga og ótrénaðra sumargræðlinga. Áhugaverður möguleiki er að koma græðlingum til í míkróbökkum og notast við sjálfvirkan búnað við priklunina.
31.05.2023

Viðarperlur úr 100% íslensku hráefni

Framleiðsla á viðarperlum úr íslensku lerki án íblöndunarefna gengur vel hjá Tandrabretti á Eskifirði. Nýlega var sóttur grisjunarviður úr þjóðskóginum á Höfða á Völlum til framleiðslunnar. Viðarperlur henta sem undirburður fyrir skepnur en einnig sem orkugjafi og nú eru nokkrar viðarkyndistöðvar komnar í notkun á Héraði sem nýta þessa innlendu orku.
22.05.2023

Nýjar hagtölur um norrænu skóganna

Jafnvel þótt á Norðurlöndunum sé einungis að finna 1,6 prósent af skógarþekju heimsins eru þetta mjög mikilvægir skógar fyrir heiminn allan. Af öllum timburvörum og pappír á heimsmarkaðnum koma koma sextán prósent frá Svíþjóð og Finnlandi og fjórtán prósent af allri kvoðu til pappírsgerðar. Þetta er meðal staðreynda sem finna má í hagtölum norrænna skóga sem nýkomnar eru út í aukinni mynd frá fyrstu útgáfunni 2020.