RAUNVERULEG – MÆLANLEG – VIÐBÓT

Skógarkolefni er valkvætt kröfusett sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt og gefur viðskiptavinum skýran og gagnsæjan valkost.

Fréttir

27.11.2023

Grunnfróðleikur um skógrækt í myndbandi Skógarnytja

Tugir trésmíðanema hafa komið í vettvangsnám hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk undir merkjum verkefnisins Skógarnytja. Þetta samstarfsverkefni félagsins og Tækniskólans hefur nú sent frá sér myndband með ýmsum grunnfróðleik um skóga og skógrækt.
22.11.2023

Land og skógur í mótun

Starfsfólk Skógræktarinnar og Landgræðslunnar hittist á tveggja daga sameiginlegum starfsmannafundi sem fram fór á Selfossi. Á fyrri deginum var meðal annars kynnt hugmynd að merki fyrir hina nýju stofnun. Á fundinum tók starfsfólkið virkan þátt í mótun stofnunarinnar. Forstöðumaður Lands og skógar segir að fundurinn gefi góðan byrir fyrir áframhaldandi undirbúning hinnar nýju stofnunar.
22.11.2023

Nóvembergróðursetning

Ekkert er því til fyrirstöðu að gróðursetja tré í nóvember ef tíðarfar hefur verið gott eins og þetta haustið. Starfsfólk Selfossskrifstofu Skógræktarinnar setti niður aspir og furur í landi Kollabæjar í Fljótshlíð í síðustu viku undir stjórn Hrafns Óskarssonar, ræktunarstjóra á Tumastöðum. Búist er við um tuttugu tonna árlegri meðalbindingu koltvísýrings á svæðinu.