RAUNVERULEG – MÆLANLEG – VIÐBÓT

Skógarkolefni er valkvætt kröfusett sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt og gefur viðskiptavinum skýran og gagnsæjan valkost.

Fréttir

25.09.2023

Vestfirskir skógarbændur farnir að huga að umhirðu skóga

Víða á Vestfjörðum eru að vaxa upp fallegir skógar og nú er svo komið að sumir þeirra þurfa umhirðu við. Dæmi um slíkan skóg er á Kvígindisfelli við Tálknafjörð. Þar hittust skógræktarráðgjafar af Vestfjörðum og Vesturlandi miðvikudaginn 20. september til að meta umhirðuþörf skógarins. 
19.09.2023

Meistaravörn um ræktun deglis

Kári Freyr Lefever, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, ver meistararitgerð sína í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands miðvikudaginn 20. september kl. 14. Í verkefni sínu fjallar hann um möguleika og áskoranir við ræktun deglis í skógrækt á Íslandi. Vörnin er opin öllum í streymi.
13.09.2023

Áhuginn á heimsráðstefnu IUFRO aldrei meiri

Ríflega fimm þúsund útdrættir hafa verið sendir inn til birtingar í tengslum við 26. heimsráðstefnu IUFRO sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í júní á næsta ári. Þetta sýnir að áhuginn hefur aldrei verið meiri á ráðstefnunni í gervallri sögu IUFRO. Dr. Elena Paoletti, formaður vísindanefndar IUFRO, segist himinlifandi að sjá svona marga útdrætti. Það fullvissi skipuleggjendur ráðstefnunnar um að í boði verði vísindaleg dagskrá í hæsta gæðaflokki og árangur ráðstefnunnar eftir því.